Fjarvistir barna
Vinsamlegast tilkynnið ef barn er fjarverandi, hvort sem um er að ræða veikindi eða frí í síma 512 1570 eða í gegnum Karellen appið.
Veikindi barna
Við viljum benda foreldrum á að leikskólastarfið er skipulagt með það í huga að öll börn geti tekið þátt í starfinu bæði úti og inni. Þar sem hreyfiþjálfun er eitt af markmiðum skólans er lögð áhersla á hreyfingu í útiveru jafnt sem inniveru. Samkvæmt þeim upplýsingum sem starfsfólk leikskólans hefur frá barnalækni, þá er ekkert sem bendir til þess að barn sýkist fremur í útilofti en innandyra. að vera í leikskólanum. Ef foreldrar halda að barn sitt sé að veikjast, er æskilegt að það sé heima, meðan veikindin ganga yfir og í tvo daga hitalaus.
Lyfjagjafir
Lyf eru ekki gefin í leikskóla nema í undantekningartilfellum. Ef barn er haldið (t.d. astma eða flogaveiki) og þarf að fá lyf á dvalartíma í leikskólanum getur starfsmaður gefið lyfið. Lyfjagjöf er á ábyrgð foreldra.
Ef gefa á barni lyf, þarf foreldri að fylla út þar til gert eyðublað (Ebl. 17, lyfjablað) og undirrita.