news

Dagur íslenskrar tungu

16. 11. 2020

Síðastliðinn föstudag héldum við dag íslenskrar tungu hátíðlegan með því að halda rafrænan söngsal undir stjórn Þórönnu. Börnin sungu lögin "Á íslensku má alltaf finna svar" og "Buxur, vesti, brók og skó". Farið var með ljóð Þórarins Eldjárns um "vont og gott" og sungið fyrir afmælisbörnin.© 2016 - 2021 Karellen