news

Dagur leikskólans - við bjóðum góðan dag alla daga

05. 02. 2021

Í dag fögnuðum við degi leikskólans en hann er haldinn ár hvert þann 6. febrúar. Á þessum degi vekjum við í leikskólanum athygli á faglegu og frábæru starfi. Því miður var ekki hægt að bjóða gestum í heimsókn eins og við höfum gjarnan gert en við gerðum okkur engu að síður dagamun. Í morgun flutti leikhópurinn Vinir leikritið "Ævintýri" við mikinn fögnuð barnanna en sýningin var í boði foreldrafélagsins. Hlátrasköllin ómuðu um leikskólann. Boðið var upp á kleinur í kaffinu og flæði á milli deilda eftir kaffitímann.

Vonandi líður ekki á löngu þar til við getum boðið foreldrum, ömmum, öfum og systkinum barnanna í heimsókn í leikskólann aftur. Þangað til gerum við okkar besta í því að upplýsa um verkefni barnanna í leikskólanum og senda foreldrum myndir og fréttir frá starfinu.

© 2016 - 2021 Karellen