news

Fréttabréf fyrir októbermánuð

02. 10. 2020

Nú styttist í að vetur konungur taki yfir en fyrsti vetrardagur er 24. október og tími til kominn að koma með vetrarfatnaðinn í leikskólann. Nauðsynlegt er þegar fer að kólna að börnin hafi hlý föt meðferðis og allra veðra von. Hlífðarföt, vettlingapör, hlý húfa, ullarsokkar og þykk peysa þurfa að vera í leikskólanum og auðvitað allt vel merkt.

Markvisst vetrarstarf er komið í gang og foreldrasamtöl á öllum deildum nýtast meðal annars til að kynna áherslur á deildum. Þemað okkar í vetur er „Ég sjálfur og lífsleikni“ en það tengist inn í söng, sögur, myndlist og fleira. Foreldrar eru hvattir til að spjalla um verkefni leikskólans heima og hvetja börnin til að segja frá. Enn eru ný börn að byrja í leikskólanum og í október bætist eitt barn í hópinn á Hraunholti. Elína er nýr starfsmaður á yngri deildum og Sofia er orðin deildarstjóri á Hnoðraholti.

Starfsáætlun leikskólans verður tilbúin um miðjan október og verður sett inn á heimasíðu leikskólans www.baejarbol.is

Gott foreldrasamstarf er okkur mjög mikilvægt og við leikskólann eru starfandi bæði foreldraráð og foreldrafélag. Formaður og ritari foreldrafélagsins halda áfram þetta skólaárið en gott væri að bæta einum fulltrúa í félagið. Áhugasamir mega hafa samband við leikskólastjóra. Aðalfundur foreldrafélagsins verður ekki með hefðbundnu sniði þetta haustið vegna COVID en foreldrafélagið mun senda út fréttabréf með fjárhagsstöðu og upplýsingum um helstu verkefni nú í október. Upplýsingar um foreldrasamstarf má finna á heimasíðu leikskólans ásamt nöfnum fulltrúa.

Bæjarból tók þátt í plastlausum september og leitast við að takmarka plastnotkun innan leikskólans. Við biðjum því alla foreldra um að koma með einhvers konar fjölnotapoka til að fara með blaut föt heim í og minnka plastpokanotkun með okkur.

Þóranna starfsmaður á Hraunholti verður með líflega fjölskyldustund á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 3. október kl. 13 – 14.

Hér kemur svo yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni í október :

Mið.7-fim.8.okt. Foreldrasamtöl á Hnoðraholti.

Föstud. 9.okt. Móholt og Nónholt fara á tónleika í tónlistarskóla Garðabæjar kl.10:00 – atriðið heitir Dúó stemma. Söngsalur hjá Hnoðraholti og Hraunholti.

Þri.13. – mið.14. okt. Foreldrasamtöl á Hraunholti.

Föstudagur 16. okt. Bleikur dagur og söngsalur. Allir mæta í bleiku.

Fimmtud. 22. okt. Fyrsti vetrardagur nálgast, kakó og ristað brauð í morgunmat.

Föstudagur 23. okt. Skipulagsdagur og leikskólinn lokaður.

Föstud. 30 okt. Bangsa og náttfatadagur. Allir mega koma í náttfötum í leikskólann og við munum dansa og hafa gaman.

© 2016 - 2020 Karellen