news

Fréttabréf í september

07. 09. 2021

Skólaárið okkar byrjaði heldur betur með skelli, lokun og sóttkví á tveimur deildum í viku. Þetta er í fyrsta sinn frá því að heimsfaraldurinn skall á okkur vorið 2020 sem við lendum í að smit greinist innan leikskólans. Vonandi er þetta ekki vísbending um það sem koma skal í vetur og að við sleppum við frekari smit og sóttkví. Það er samt töluvert um veikindi bæði á starfsfólki og börnum, kvef, hósti og hiti en engin fleiri tilfelli af covid sem betur fer.

Fyrsti skipulagsdagur af fjórum er nú í september og er hann sameiginlegur í öllum skólum Garðabæjar. Skóladagatal er komið inn á heimasíðu leikskólans og gott helstu viðburðir einnig settir inn í viðburðardagatal á heimasíðu. Leikskólinn er kominn með nýtt netfang, baejarbol@baejarbol.is og allir starfsmenn eru sömuleiðis komnir með endinguna @baejarbol.is í póstfangið sitt. Upplýsingar um netföng eru á heimasíðu leikskólans.

Við minnum foreldra á að starfsmönnum er raðað á deildar í samræmi við vistunartíma barna og bendum á mikilvægi þess að foreldrar virði þann vistunartíma sem keyptur er. Einnig er gott að nefna að stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki sem gera þarf ráð fyrir skv. kjarasamningum er ekki sett inn í reiknilíkan leikskóla þegar reiknuð er út starfsmannaþörf. Hvorki er gert ráð fyrir að stytting vinnutíma starfsfólks feli í sér aukinnkostnað né skerðingu á þjónustu.

Markvisst vetrarstarf hefst um miðjan september og boðið verður upp á foreldasamtöl á öllum deildum í september – október. Skráningarblöð fyrir samtölin verða hengd upp við deildar þegar þar að kemur og samtölin verða í húsinu á lóð (Vinaholti). Í foreldrasamtölum á haustönn er meðal annars farið yfir vetrarstarf deildarinnar og áherslur. Vakin er athygli á því að ávallt er hægt að óska eftir samtali við deildarstjóra og/eða leikskólastjóra. Gott foreldrasamstarf er okkur mikilvægt þannig að ef einhver er áhugasamur að bætast í stjórn foreldrafélags eða foreldraráð má hafa samband við leikskólastjóra.

Hér eru svo yfirlit yfir nokkra viðburði sem eru á döfinni í september:

13-17. september. Foreldrasamtöl á Nónholti / Parent teacher talk Nónholt.

Þriðjudagur 8. sept. Dagur læsis.

Miðvikudagur 15. september – skipulagsdagur og leikskólinn lokaður/ teachers planning day and the school is closed.

Vikan 20. - 23. september. Foreldrasamtöl á Móholti / Parent teacher talk Móholt.

Föstudagur 17. september – söngsalur í tveimur hólfum, grænn dagur

Föstudagur 25. september – Leikfangadagur – börnin mega koma með leikfang að heiman / toy day, children can bring að small toy from home to school.

Vikan 27. sept – 30. sept. Foreldrasamtöl á Hnoðraholti / Parent teacher talk Hnoðraholt.

Við minnum að lokum á blessaðar sóttvarnirnar sem vonandi allir eru orðnir sérfræðingar í, að sinna persónubundnum sóttvörnum, spritta okkur, passa upp á fjarlægðir við aðra, koma ekki veik í leikskólann og nota grímur.

© 2016 - 2021 Karellen