news

Gleðilegt nýtt ár - fréttabréf fyrir janúar

30. 12. 2020

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gott samstarf á því gamla. Nú fer markvisst hópastarf fljótlega í gang aftur eftir jólafrí og skipulagið að komast í nokkuð eðlilegt horf eftir jólahátíðina.

Í janúar byrja tvö ný börn í leikskólanum, bæði fara á Hraunholt og leikskólinn því fullsetinn. Eitt barn færist frá Hraunholti yfir á Hnoðraholt og eitt barn færist frá Hnoðraholti á Móholt. Einnig verða breytingar á starfsmannahópnum þessi áramótin en Helen leikskólakennari og Kristín Hekla leiðbeinandi hætta störfum. Við óskum þeim velfarnaðar og þökkum kærlega samstarfið. Tveir nýir starfsmenn bætast í starfsmannahópinn, Ragnhildur sem er nú þegar byrjuð og Lísa sem verður á Hraunholti.

Ný reglugerð um takmörkun á skólahaldi gengur í gildi 1. janúar og gildistími hennar er að öllu óbreyttu til 28. febrúar. Þar er enn miðað við 2m nálægðarmörk á milli fullorðinna og grímunotkun ef ekki er hægt að fylgja þeim viðmiðum innan leikskólans. Hámarksfjöldi fullorðinna í rými verður 20 í stað 10 og starfsfólki heimilt að fara á milli hópa. Almennt verður áfram miðað við að foreldrar og aðstandendur komi ekki inn í leikskóla nema nauðsyn beri til. Áfram er gerð krafa á að sótthreinsa snertifleti reglulega. Við höldum því áfram að feta þennan þrönga Covid veg á fyrstu mánuðum nýs árs.

Núna um áramótin tekur í gildi stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki í samræmi við nýja kjarasamninga en undirbúningur þessa hefur staðið yfir í bæjarfélaginu undanfarnar vikur. Hér á Bæjarbóli verður um lágmarksstyttingu að ræða til að byrja með og miðast við 65 mínútur á viku miðað við fullt starf. Styttingin verður tekin aðra hverja viku eða 130 mínútur. Styttingin er án kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið og því verður ekki um afleysingu að ræða vegna hennar.

Ávallt er hægt að biðja um samtal við deildarstjóra og/eða leikskólastjóra ef þurfa þykir en árviss foreldrasamtöl verða á öllum deildum í mars - apríl.

Það helsta sem er á döfinni í janúar má sjá hér að neðan.

Miðvikud. 6. jan. Þrettándinn, jólin kvödd / last day of christmas

Föstudagur 8. jan.Flæði á milli yngri deilda og á milli eldri deilda

Mánud. 11. jan.Markvisst hópastarf í fullan gang á ný /organized groupwork starts again

Föstudagur 15.jan Söngsalur/singing together

Föstud. 22 jan.Bóndadagur og þorrablót. Smakk af hefðbundnum þorramat í hádegi / icelandic tradition Þorrablót

Föstud. 29. jan.Leikfangadagur/toy day, börnin geta komið með leikfang að heiman.

© 2016 - 2021 Karellen