news

Hjóladagur

18. 06. 2020

Komin er hefð fyrir því að halda hjóladag í júnímánuði þar sem bílastæði leikskólans er lokað fyrir umferð og börnin geta hjólað í góðu rými. Flest koma með hjól og hjálm að heiman en einnig á leikskólinn hjól sem er hægt að nota á hjóladegi.

Deildarnar skiptu sér á tvo daga, Móholt og Nónholt hjólaði saman og Hraunholt og Hnoðraholt hjóluðu saman.

Hjóladagurinn gekk mjög vel fyrir sig. Sett var upp þykjustunni bensínstöð þar sem hægt var að bæta á tankinn og ekki var mikið um óhöpp.

© 2016 - 2021 Karellen