news

Matarspjall - rýnihópur að störfum

31. 03. 2021

í dag settist niður hópur barna frá Nónholti til að spjalla við matráðinn hana Iwonu um matinn í leikskólanum.

Hópurinn ræddi hvað þeim þætti gott og hvað þeim þætti ekki eins gott, sumum finnst t.d. fiskisúpan mjög góð en öðrum ekki. Regnbogabuffið er vinsælt og að sjálfsögðu pizzur, pasta og pulsur sem sjást reyndar afar sjaldan í leikskólanum. Meðal annars var óskað eftir að fá fiskibollur í apríl, kjúklingasúpu, kjötsúpu, pizzu, sultu og smjör sem álegg á brauð og melónur í ávaxtastund.

Tilgangur rýnihópsins er að gefa börnunum tækifæri til að kynnast matráðnum betur, fá að segja sitt álit á matnum í leikskólanum og koma fram með óskir og tillögur fyrir matseðil mánaðarins.

Í dag fengu börnin pylsur í pylsubrauði eftir óskum matarnefndar í síðasta mánuði og var prófað að bjóða upp á grænmetispylsur sem eru að sjálfsögðu frábrugðnar hinum hefðbundnu en þóttu engu að síðar þokkalegur valkostur.

© 2016 - 2021 Karellen