news

Matarspjall - rýnihópur barna

02. 03. 2021

Í dag fóru nokkur börn frá Nónholti á fund með Iwonu matráð inni á kaffistofu starfsmanna en hluti af matsáætlun leikskólans á þessu skólaári er að skoða matmálstímana í leikskólanum.

Börnin spjölluðu um matinn í leikskólanum, hvað þeim finnst gott, hvað þeim finnst ekki nógu gott og hvað þau myndu vilja fá í matinn.

Þau voru mjög jákvæð, langaði til í að fá fiskibollur, soðin fisk, ýsu, grjónagraut, pizzu, pylsur og sushi í matinn. Þeim finnst regnbogabuffið ekki nógu gott og misjafnar skoðanir á því hvort fiskisúpan og grænmetissúpan væri góð. Matráður spurði hvað þeim fyndist um grænmetislasagna og þau voru ánægð með það.

í kaffitímanum finnst þeim best að fá hrökkkexið en væru líka til í að fá ristað brauð með banana og kavíar sem álegg. Einnig eru þau mjög ánægð með ananas í ávaxtastund sem er nýjung og nefnt var að það mætti kannski prófa grænt epli.

Matráður gerði tilraun um daginn að sleppa rúgbrauði með fiskinum en þau voru ekki ánægð með það og allir sammála að rúgbrauðið sé mjög gott með fiskinum.

Gott spjall þar sem börnin fengu tækifæri til að kynnast matráð og koma fram með mataróskir. Einnig kom fram umræða um hvað við getum verið ólík, það sem sumum finnst gott finnst öðrum vont og allir mega hafa sínar skoðanir.

Ákveðið var að hafa pylsur í boði fyrir páskafrí.

© 2016 - 2021 Karellen