news

Náttfatapartý og bangsadagur

30. 10. 2020

í dag föstudaginn fyrir hrekkjavöku var haldinn náttfatadagur í leikskólanum og börnin komu með bangsa með sér. Búið var að skreyta skólann með alls konar kónglulóm og blöðrum.

þar sem ekkert er um blöndun á milli yngri og eldri deilda skemmtu allir sér á sínum svæðum, dönsuðu og léku sér. Í hádegismatinn var pizza en það voru nokkur börn á Nónholti sem óskuðu eftir því að það yrði í matinn á þessum degi.

Virkilega fjörugur dagur og starfsfólkið mætti að sjálfsögðu lika í náttfötum í tilefni dagsins.


© 2016 - 2020 Karellen