news

Skapandi starf á vordögum

07. 05. 2021

Listsköpun og skapandi starf eru mikilvægir þættir í umhverfi ungra barna þar sem hugmyndir og sköpunarþörf er óþrjótandi. Á Bæjarbóli er lögð áhersla á að efla sjálfstæði og virkni barnanna í skapandi starfi með því að bjóða upp á fjölbreyttan efnivið og tækifæri til sjálfstæðra úrlausna. Börnin fá að kynnast fjölbreyttum aðferðum, efnum og áhöldum, sem opna möguleika á fjölbreyttu og skapandi starfi og listformi t.d. myndlist, tónlist og leiklist. Lögð er áhersla á ferlið sjálft og gleðina í sköpuninni.

Hér má sjá nokkrar myndir úr skapandi starfi á vordögum:

© 2016 - 2021 Karellen