news

Skipulagsdagur - skyndihjálp

16. 09. 2021

Í gær var skipulagsdagur í leik - og grunnskólum Garðabæjar. Skipulagsdagar eru gríðarlega mikilvægir fyrir innra starf leikskólans, þá gefst starfsfólki tækifæri til að vinna sem heild, skipuleggja starfið, vinnubrögð og verkferla.

Ennfremur gefast tækifæri til að fá námskeið og ýmiskonar fræðslu til að bæta starfið. Á Bæjarbóli var skyndihjálparnámskeið í gær, en starfsfólk þarf að sækja slík námskeið hið minnsta á tveggja ára fresti. Öryggismálin þurfa að vera í lagi og mikilvægt að allir starfsmenn séu fræddir um skyndihjálp reglulega.

© 2016 - 2021 Karellen