news

Söngsalur - baráttudagur gegn einelti

06. 11. 2020

Í dag prófuðum við að hafa söngsal í streymi frá öðru hólfinu í leikskólanum yfir í hitt.

Þóranna sá um söngsalinn frá yngri ganginum og börnin á Móholti og Nónholti fylgdust með í gegnum tölvuna. Þetta fyrirkomulag gekk bara mjög vel fyrir sig og allir tóku virkan þátt. Börnin voru með vinabangsana sína meðferðis, sungu um vináttuna og ræddu um hvað það er að vera góður vinur. Að lokum dönsuðu allir við bangsann sinn.

Unnið er með vináttuverkefni Barnaheilla í leikskólanum og spjöld sem verið er að vinna með sýnileg um deildarnar.

© 2016 - 2020 Karellen