news

Sumarhátíð - gleði og gaman

02. 06. 2021

í dag var sumarhátíðin okkar haldin því miður gátum við ekki boðið foreldrum að vera með okkur en foreldrafélagið bauð upp á ýmsa skemmtun.

Tveir hoppukastalar voru í garðinum allan daginn sem vakti mikla lukku og bauð upp á hopp og skopp fyrir og eftir hádegi. Í garðinum var einnig lítið trampólín, kengúruboltar, sápukúlur, krítar og fjörugt danspartý.

Börnin fengu grillaðar pylsur í hádeginu og safa.

Eftir hádegi komu hestar á vegum Krakkahesta og öll börnin fengu að prófa að fara á hestbak. Það verður að segjast að það var mikil spenna yfir hestunum og flestir til í að skella sér á bak.

eftir hádegi var einnig boðið upp á andlitsmálun og áframhaldandi danspartý.

vel heppnað og við sluppum nánast alveg við rigninguna.

© 2016 - 2021 Karellen