news

Tannverndarvika

05. 02. 2021

Nú í vikunni er búin að standa yfir tannverndarvika í leikskólanum og unnin fjölbreytt verkefni sem tengjast henni. Meðal annars hefur verið lesið um tennurnar, gerð myndlistarverkefni, sungið og fræðst. Fríða Bogadóttir foreldri á Bæjarbóli og tannlæknir heimsótti leikskólann og fræddi börnin um heimsókn til tannlæknis. Hún kom færandi hendi og öll börn fengu gefins tannbursta og tannkremstúpu. Virkilega skemmtileg og gagnleg stund. Börnin á Móholti og Nónholti horfðu jafnframt á Karíus og baktus leikritið í gegnum skjávarpa í salnum.

Það er hluti af heilsustefnu Bæjarbóls og heilsueflandi leikskólastarfi að huga að tannvernd og tannheilsu barna.

© 2016 - 2021 Karellen