news

Útskrift og útskriftarferð

05. 06. 2020

Það eru stór tímamót í lífi barna að hætta í leikskólanum, kveðja lífið þar og hefja nám í grunnskóla að hausti. Börnin á Bæjarbóli erum mörg hver búin að vera saman síðan þau byrjuðu í leikskólanum innan við tveggja ára gömul og gaman að fylgjast með þeim þroskast og dafna á þessum árum. Haldin var útskriftarathöfn miðvikudaginn 3. júní í salnum og foreldrum boðið að vera viðstaddir. Í kjölfar athafnarinnar fóru börnin í útskriftarferð með rútu í dýragarðinn Slakka.

Við útskriftarathöfnina léku börnin og sungu lagið um ömmu og draugana. Þau sungu einnig lag eftir Mugison, Sólin er komin.

Börnin fengu afhendar heilsubækurnar sínar, einnig blýantastatíf sem þau höfðu útbúið og lesin voru nokkur vel varin hrósyrði sem þau höfðu sagt um hvert annað.

Dagurinn var viðburðarríkur og skemmtilegur og börnin alsæl með ferðina.

© 2016 - 2021 Karellen