Beint á efnisyfirlit síðunnar

16.08.2017

Karelllen - nýtt leikskólakerfi

Karelllen - nýtt leikskólakerfi
Undanfarnar vikur hefur starfsfólk skólans unnið ötullega í að taka upp nýtt leikskólakerfi. Kerfið heitir Karellen og hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um það á www.karellen.is . Með nýju kerfi mun upplýsingaflæði og samskipti milli skóla...
Nánar
14.08.2017

Aðlögun

Við vonum að allir hafi notið sumarfrísins. Í dag byrjuðu 9 börn í aðlögun á þremur deildum leikskólans. Börnin í bláa hópi eða elstu börnin eru öll hætt og hin flest komin aftur eftir sumarleyfin sín. Ekki er búið að leysa öll starfsmannamál og ekki...
Nánar
26.07.2017

Borgarferð eldri barna

Borgarferð eldri barna
Börnin sem nú eru sameinuð af Móholti, Nónholti og Vinaholti skelltu sér í borgarferð með strætó í blíðskaparveðrinu í dag.
Nánar
26.07.2017

Hjóladagur í blíðviðri

Hjóladagur í blíðviðri
Í júní var haldinn hjóladagur í leikskólanum og börnin komu með hjól að heiman. Þetta heppnaðist mjög vel og því var ákveðið að hafa annan hjóladag í júlí þegar veðrið væri gott. Í gær var dásamlegt veður og börnin komu með hjólin sín eða fengu hjól...
Nánar
14.07.2017

Sumarfréttir

Sumarfréttir
Nú um þessar mundir standa yfir þó nokkrar framkvæmdir í leikskólanum og verið að nýta tækifærið þegar fæst börn eru í húsi til að sinna endurnýjun og viðhaldi. Mesta þörfin á framkvæmdum var á elsta hluta hússins sem hýsir Hnoðraholt, Hraunholt og...
Nánar
07.06.2017

Íþróttadagur 2017

Íþróttadagur 2017
Frábær íþróttadagur í góðu veðri. Farið var á margar stöðvar, húllahringir, þrautabraut í kastala, ganga á sandkassabrún, henda boltum í flöskur, körfubolti, hjóla í kringum keilur, fallhlíf og leikurinn "Ertu vakandi Björn frændi". Hægt er að skoða...
Nánar
02.06.2017

Fréttabréf fyrir júní

Nú er hægt að nálgast fréttabréf fyrir sumarið á heimasíðunni og þar eru ýmsar hagnýtar upplýsingar sem gott er að kynna sér.
Nánar
31.05.2017

Öryggisbúnaður barna í bílum

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa var í morgun að gera könnun á notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum fyrir utan leikskólann Bæjarból og víðar um landið.. Könnunin var framkvæmd af félögum í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og...
Nánar
30.05.2017

Birgitta Haukdal las fyrir börnin á Móholti og Nónholti

Birgitta Haukdal las fyrir börnin á Móholti og Nónholti
Tónlistarkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal heimsótti börnin á Móholti og Nónholti í dag og las fyrir þau söguna Lára lærir að hjóla. Birgitta hefur skrifað nokkrar bækur um sögupersónuna Láru sem mörg barnanna þekktu. Þau hlýddu á söguna...
Nánar
24.05.2017

Útskriftarferð bláa hóps

Útskriftarferð bláa hóps
Börnin í bláa hóp fóru í útskriftarferð með kennurunum sínum í Sandahlíð (rétt hjá Vífilsstaðavatni). Börnin fóru með rútu klukkan 10:00 og það var mikil eftirvænting í hópnum. Á svæðinu fengu börnin að leika frjálst, þar er aparóla, sandkassi, rólur...
Nánar
19.05.2017

Yndislegur dagur í sveitinni

Yndislegur dagur í sveitinni
Mikið vorum við glöð að fá einmitt þetta dásamlega veður í dag þegar haldið var af stað í sveitina í morgun. Farið var að Miðdal í Kjós þar sem aðstaða var góð og börnin fengu að kynnast húsdýrum og leika sér í náttúrunni. Fjölmargir foreldrar fóru...
Nánar
18.05.2017

Sveitaferðin 19.maí

Sveitaferðin 19.maí
Á morgun förum við í sveitina, farið verður með rútu kl.9:15 og því mikilvægt að allir sem hyggjast koma með verði komnir fyrir þann tíma. Farið verður í Miðdal í Kjós sem stendur í samnefndum dal milli Eyrarfjalls og Esju við veg 460. Margir hafa...
Nánar
Hafðu samband