Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sveitaferðin 19.maí

18.05.2017
Sveitaferðin 19.maí

Á morgun förum við í sveitina, farið verður með rútu kl.9:15 og því mikilvægt að allir sem hyggjast koma með verði komnir fyrir þann tíma. Farið verður í Miðdal í Kjós sem stendur í samnefndum dal milli Eyrarfjalls og Esju við veg 460. Margir hafa bæst við á síðustu dögum og verður góð mæting.
Foreldrafélagið býður upp á heimsóknina fyrir öll börn leikskólans en gjaldið í rútuna er 1500 fyrir gesti og þætti okkur vænt um að fá gjaldið greitt í peningum í fyrramálið.
Heimkoma er áætluð um 13:00.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur í hádegismat, mjólk og kaffi er á staðnum.
Endilega takið með ykkur tösku með aukafötum, maður veit aldrei hvernig viðrar á börnin og hvort þau blotni eða verði kalt.
Hlökkum til að eiga góðan dag með ykkur á morgun í sveitasælunni.

 Hér að neðan má sjá staðsetningu á korti en við beygjum inn meðfram miðdalsá.

 

Til baka
Hafðu samband