Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yndislegur dagur í sveitinni

19.05.2017
Yndislegur dagur í sveitinni

Mikið vorum við glöð að fá einmitt þetta dásamlega veður í dag þegar haldið var af stað í sveitina í morgun. Farið var að Miðdal í Kjós þar sem aðstaða var góð og börnin fengu að kynnast húsdýrum og leika sér í náttúrunni.
Fjölmargir foreldrar fóru með í sveitina og var það mjög ánægjulegt, ekki síst er gaman fyrir foreldra að hittast sín á milli, hitta starfsfólkið og kynnast vinum barna sinna og leikfélögum. Slík samvera eflir tengsl allra.

Boðið var upp á grillaðar pylsur í hádeginu og það voru þreytt og kát börn sem héldu heimleiðis eftir vel heppnaða sveitaferð.

 sjá myndir úr sveitinni hér

Til baka
Hafðu samband