Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útskriftarferð bláa hóps

24.05.2017
Útskriftarferð bláa hópsBörnin í bláa hóp fóru í útskriftarferð með kennurunum sínum í Sandahlíð (rétt hjá Vífilsstaðavatni). Börnin fóru með rútu klukkan 10:00 og það var mikil eftirvænting í hópnum. Á svæðinu fengu börnin að leika frjálst, þar er aparóla, sandkassi, rólur og dásamleg náttúra. Í hádegismat fengu börnin grillaðar pylsur og sykurpúða. Farið var í leiki undir stjórn Öldu og í lokin léku þau með blöðrur. Hægt er að skoða myndir úr ferðinni hér.
Til baka
Hafðu samband