Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birgitta Haukdal las fyrir börnin á Móholti og Nónholti

30.05.2017
Birgitta Haukdal las fyrir börnin á Móholti og NónholtiTónlistarkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal heimsótti börnin á Móholti og Nónholti í dag og las fyrir þau söguna Lára lærir að hjóla. Birgitta hefur skrifað nokkrar bækur um sögupersónuna Láru sem mörg barnanna þekktu. Þau hlýddu á söguna í salnum og fengu að lokum að velja sér stóra mynd af sögupersónum til að taka með sér heim og lita. Við þökkum Birgittu fyrir að gefa okkur söguna um Láru í lok heimsóknar í dag.
Til baka
Hafðu samband