Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarfréttir

14.07.2017
Sumarfréttir

Nú um þessar mundir standa yfir þó nokkrar framkvæmdir í leikskólanum og verið að nýta tækifærið þegar fæst börn eru í húsi til að sinna endurnýjun og viðhaldi. Mesta þörfin á framkvæmdum var á elsta hluta hússins sem hýsir Hnoðraholt, Hraunholt og starfsmannaaðstoðu og þar er verið að vinna að því að setja hita í gólfin, endurnýja gólfdúka, endurnýja ofna og lagfæra bekki. EInnig er á döfinni að lagfæra skiptiaðstöðu barnanna.

Fæst börn verða í húsi næstu tvær vikur og þá sameinum við á deildum ásamt því að ræsta leikskólann.

Börnin hafa unað sér vel í leikskólanum þrátt fyrir raskið en hvimleitt var fyrstu dagana þegar verið var að brjóta gólfið og setja í hitann og þá leitast við að vera meira úti með börnin.

í útiveru er farið í leiki, boðið upp á smíðar, krítar, liti, tónlist, hjól og sanddót meðal annars og farið í vettvangsferðir.

Inni eru yngstu börnin nú í salnum og væsir ekki um þau þar. Móholt, Nónholt og Vinaholt sameinast svo inn á Móholt í næstu viku.

í dag var veðrið frekar blautt og var því brugðið á það ráð að tjalda inni, þar var útileguleikur í gangi.

Hér að neðan koma nokkrar myndir frá deginum í dag.

 

Til baka
Hafðu samband