Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðlögun

14.08.2017
Við vonum að allir hafi notið sumarfrísins. Í dag byrjuðu 9 börn í aðlögun á þremur deildum leikskólans.  Börnin í bláa hópi eða elstu börnin eru öll hætt og hin flest komin aftur eftir sumarleyfin sín. Sum eldri barnanna eru einnig að færast á milli deilda sem getur líka reynst strembið. Ekki er búið að leysa öll starfsmannamál og ekki allir starfsmenn komnir til baka úr sumarfríi en við gerum okkar besta miðað við aðstæður á hverjum tíma. Börnin fóru út í rigningunni í dag og það er mikilvægt að allir fari vel yfir fatnað barnanna og hafi aukaföt í körfum, margir urðu vel blautir við að sulla í pollum í dag.
Til baka
Hafðu samband