Beint á efnisyfirlit síðunnar

Karelllen - nýtt leikskólakerfi

16.08.2017
Karelllen - nýtt leikskólakerfi

Undanfarnar vikur hefur starfsfólk skólans unnið ötullega í að taka upp nýtt leikskólakerfi.

Kerfið heitir Karellen og hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar um það á www.karellen.is. Með nýju kerfi mun upplýsingaflæði og samskipti milli skóla og heimilis eflast.

Samhliða munum við taka upp nýja heimasíðu, http://baejarbol.leikskolinn.is/

https://lh6.googleusercontent.com/qm5tn1kRTVHqatqVy48pqmwH15wrr1MRv9f1X_6H10ghncuD6Y05wMh1JIA7F7mNZi8xpPsTi99ADcELrda88gPve76GYrrwzlgG8dV0JJWz3EO6WpXBvDeWYyaJvEB_n-QkJon6Inni á nýrri heimasíðu skólans finnið þið innskráningartakka sem leiðir ykkur inn á innskráningarsíðu Karellen →
Til þess að fá aðgang að innra kerfinu, biðjum við ykkur að smella á ‘Virkja aðgang’ og skrá netfangið ykkar sem er skráð hjá skólanum.

Þá fáið þið sendan tölvupóst með slóð, smellið á slóðina til þess að virkja aðganginn ykkar (ath. hann gæti farið í ruslpóstinn) þá fáið þið upp valmöguleikann að búa til lykilorð. Ef pósturinn berst ekki, hafið þá  samband við stjórnendur skólans.

 

Auk þess að hafa aðgang að innra kerfinu í gegnum vefsíðu er app sem að við mælum með að þið náið í. Hægt er að nálgast appið á App store og í Google play.

oreldri.jpgAðgangur aðstandanda í innra kerfinu og appinu gefur yfirsýn og upplýsingar um dag barnsins í skólanum:

  • viðveruskráningar

  • máltíðarskráningar

  • svefnskráningar

  • matseðill vikunnar

  • viðburðardagatal

  • samtal milli aðstandenda og skólans

  • myndir af barninu

 

Aðstandendur hafa þann möguleika að skrá leyfi og veikindi barnsins í gegnum kerfið.

Við hlökkum til að deila með ykkur þessum nýjungum í leikskólastarfinu og vonum að kerfið muni nýtast fyrst og fremst til að efla upplýsingaflæði og frekari samskipti milli heimilis og skóla.

 

Til baka
Hafðu samband